mán 06. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Charlie Austin ótrúlega óheppinn að skora ekki
Mynd: Getty Images
Charlie Austin hefur verið að gera fína hluti með West Bromwich Albion í toppbaráttu Championship deildarinnar á leiktíðinni.

Þessi þrítugi sóknarmaður er kominn með 7 mörk í 19 leikjum en honum tókst ekki að skora í sigri gegn Charlton í bikarnum um helgina.

Austin komst ansi nálægt því að skora en boltinn var ekki með honum í liði og forðaði sér frá markinu hið snarasta. Austin var í dauðafæri en lét verja frá sér og skoppaði knötturinn upp í loftið.

Boltinn stefndi inn í markið en það kom stórfurðulegur baksnúningur á hann svo í stað þess að skoppa inn í markið gjörbreytti hann um stefnu og forðaði sér frá marklínunni.

Myndband af atvikinu er hægt að sjá hér að neðan ásamt tístum áhorfenda sem fylgdust með Austin í leiknum í gær.

„Charlie Austin var rétt í þessu að rústa stuðningsmanni Charlton. Hann þóttist vera að borða kvöldmat og kallaði hann fitubollu," skrifar Hannah á Twitter.

„Þið getið sagt það sem þið viljið um Charlie Austin en hann er allavega skemmtilegur," skrifaði Gemma Colledge, áður en aðgangurinn 'Love 2 party' bætti smá sögu við.

„Þegar varnarmaðurinn hreinsaði boltann sem stefndi að Austin gastu séð hann henda sér niður á jörðina hlæjandi."






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner