Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. janúar 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
PSG mætti stuðningsmönnum sínum í bikarnum
Cavani skoraði tv+ö í gær.
Cavani skoraði tv+ö í gær.
Mynd: Getty Images
PSG burstaði ESA Linas-Montlhery 6-0 í franska bikarnum í gærkvöldi. ESA Linas-Montlhery spilar í sjöttu efstu deild í Frakklandi en liðið kemur úr smábæ við hlið Parísar þar sem íbúar eru 7000.

Flestir leikmenn ESA Linas-Montlhery eru stuðningsmenn PSG og margir þeirra mæta á leiki með liðinu. Þar á meðal er þjálfarinn Stephane Cabrelli en hann er ársmiðahafi hjá PSG.

„Ég er 52 ára og hef farið á Parc des Princes síðan ég var sex ára. Það er auðvitað svolítið furðulegt að mæta leikmönnunum sem þú styður allt árið um kring," sagði Cabrelli.

Í liði ESA Linas-Montlhery eru áhugamenn en þar má meðal annars finna sjúkraflutningamenn og pípara. Liðið hélt út fyrsta hálftímann gegn PSG í gær en síðan opnuðust flóðgáttir.

PSG hvíldi marga leikmenn en þeir Edinson Cavani og Pablo Sarabia skoruðu báðir tvívegis.
Athugasemdir
banner