Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 06. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Haukar 
Þórarinn Jónas ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá Haukum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Haukum. Samhliða því starfi verður hann einnig aðstoðarþjálfari í 2. flokki karla.

Þórarinn Jónas er búinn að skrifa undir tveggja ára samning og mun hann aðstoða Igor Bjarna Kostic, sem tók við Haukum í október, að þróa ungan og efnilegan leikmannahóp.

Þórarinn Jónas er uppalinn hjá Haukum en hann er ekki nema 26 ára gamall og þetta því mikilvægt fyrir reynslubankann. Þórarinn spilaði upp alla yngri flokka Hauka og mun klára KSÍ B þjálfaragráðu í vor.

Þá eru Haukar einnig búnir að semja við Kára Sveinsson, sem mun sinna starfi sem sjúkra- og styrktarþjálfari út árið. Kári er menntaður sem íþróttasjúkraþjálfari frá King University í Bandaríkjunum og er að klára meistaranám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands.

„Ráðning Þórarins og Kára er liður í að styrkja þjálfarateymi Hauka enn frekar og mun þekking þeirra nýtast í að byggja upp öflugan meistaraflokk. Haukar leggja mikla áherslu á að vera með framúrskarandi þjálfara innan sinna vébanda og byggja upp hágæða fótboltalið," segir meðal annars á vefsíðu Hauka.

Haukar féllu úr Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir gott gengi undir lok tímabils. Haukar steinlágu gegn Gróttu í lokaumferðinni og féllu niður á markatölu.
Athugasemdir
banner
banner