Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. janúar 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Valencia og Atletico aðeins búin að selja 76 miða
Úrslitaleikur ítalska Ofurbikarsins fór fram í Jeddah fyrir ári síðan.
Úrslitaleikur ítalska Ofurbikarsins fór fram í Jeddah fyrir ári síðan.
Mynd: Getty Images
Spænski Ofurbikarinn er með nýju sniði í ár þar sem fjögur lið taka þátt í stað tveggja. Fyrst eru undanúrslitaleikir og mætast sigurliðin í úrslitaleik.

Mótið er haldið í Sádí-Arabíu og hefur það vakið mikla gagnryni á Spáni. Stuðningsmenn félaganna sjá ekki fært að gera sér ferð til Asíu og endurspeglast það í dapri miðasölu á leikina.

Valencia mætir Real Madrid núna á miðvikudaginn og á Atletico Madrid leik við Barcelona 24 tímum síðar.

Valencia hefur aðeins tekist að selja 26 miða á leikinn gegn Real Madrid á meðan Atletico er búið að selja 50 miða.

Til samanburðar er Barcelona búið að selja 300 miða og Real Madrid 700, en þeir hafa flestir verið keyptir upp af stuðningsmönnum félaganna sem eru búsettir í Mið-Austurlöndum.
Athugasemdir
banner
banner
banner