Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. janúar 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane: Courtois er besti markvörður í heimi
Mynd: Getty Images
Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois hefur farið gífurlega vel af stað með Real Madrid á þessari leiktíð.

Courtois er aðeins búinn að fá 12 mörk á sig eftir 19 umferðir, sem er besta vörn Real Madrid síðan tímabilið 1987-88.

Courtois er búinn að verja 27 af síðustu 30 skotum sem hann hefur fengið á sig og hefur haldið hreinu í 13 af síðustu 16 leikjum.

„Courtois bjargaði okkur tvisvar eða þrisvar í fyrri hálfleik og það gerði gæfumuninn. Hann er lykilmaður í þessu liði og hefur verið að sýna það á þessari leiktíð," sagði Zinedine Zidane þjálfari Real eftir 0-3 sigur gegn Getafe um helgina.

„Hann er markvörðurinn minn og ef einhver spyr mig þá er hann besti markvörður í heimi. Ég efast ekki um það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner