Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. janúar 2023 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aouar skiptir um landslið - Þreyttur á að bíða eftir tækifærinu
Houssem Aouar.xcmxcx
Houssem Aouar.xcmxcx
Mynd: Getty Images
Houssem Aouar, miðjumaður Lyon í Frakklandi, hefur tekið ákvörðun um það að spila ekki fyrir franska landsliðið í framtíðinni.

Aouar, sem er 24 ára, er fæddur og uppalinn í Frakklandi. Hann hefur verið valinn í franska landsliðshópinn en aldrei hefur honum tekist að spila fyrir liðið.

Hann er orðinn þreyttur á að bíða og samkvæmt frönskum fjölmiðlum hefur hann tekið ákvörðun um að spila frekar fyrir landslið Alsír.

Aouar á ættir að rekja til Alsír og stefnir hann á að spila með landsliði þeirra á næstunni. Leikmaðurinn hefur þó ekki sjálfur staðfest þessi tíðindi.

Í reglum FIFA segir að leikmenn geti skipt um landslið svo lengi sem þeir hafi ekki spilað í keppnisleikjum með annarri þjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner