Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. janúar 2023 16:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet spurð út í Man Utd: Langar ekki að þjálfa vörumerki
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Man Utd fagnar marki.
Kvennalið Man Utd fagnar marki.
Mynd: Getty Images
„Mér finnst enska deildin spennandi," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, í samtali við Fótbolta.net á dögunum.

Elísabet mætti í hlaðvarp þar sem hún ræddi um tíma sinn hjá Kristianstad og framhaldið en hægt er að hlusta á það í heild sinni hér fyrir neðan.

Í þættinum var hún spurð út í draumastarfið sitt og í kjölfarið um Manchester United, sem er með tiltölulega nýstofnað kvennalið. Elísabet er stuðningsmaður United. Er það starf sem hún er að horfa sérstaklega til?

„Mig langar ekki að þjálfa vörumerki, það þarf að vera eitthvað sem er gott líka. Umgjörðin í kringum Manchester United hefur ekki verið góð kvennamegin," segir Elísabet.

„Mér var sagt fyrir 1-2 árum að það væri gott að biða í 3-4 ár áður en maður fer til Englands að þjálfa ef maður ætlar ekki að vera með í því að byggja allt upp sjálfur. Ég mun ekki fara á stað þar sem ég þarf að byggja eitt né neitt upp. Ég hef gert það í tvígang og það hefur tekið á kraftana. Ég vil fara eitthvert þar sem ég er að þjálfa, er bara að einbeita mér að fótbolta og þarf ekki að hugsa um neitt annað; ekki vatnsflöskur eða neitt annað."

Í lok þáttar var Elísabet spurð að því hvar hún yrði eftir fimm ár.

„Þá gæti ég mögulega verið að þjálfa Manchester United þegar félagið er klárt með allt sitt og klárt fyrir mig."

United hefur verið að leika vel á þessu tímabili og er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildinni. Enska deildin fer vaxandi og líklega á það sama við um United, en liðið var bara stofnað árið 2018.

Sjá einnig:
Varað við því að sækja um hjá Man Utd
Elísabet: Fjögur eða fimm góð lið búin að hafa samband við mig
Elísabet leyfir smábænum að dreyma - Hvað tekur svo næst við?
Athugasemdir
banner
banner
banner