Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. janúar 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerir ekki ráð fyrir að Diallo verði kallaður til baka
Amad Diallo.
Amad Diallo.
Mynd: Heimasíða Sunderland
Kristjaan Speakman, yfirmaður fótboltamála hjá Sunderland, býst ekki við öðru en að Amad Diallo muni klára tímabilið hjá félaginu.

Diallo er á láni frá Manchester United en hann hefur verið að spila gríðarlega vel með Sunderland í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands.

Man Utd getur kallað hann til baka úr láni í þessum mánuði en það er fátt sem bendir til þess að það muni gerast. Líklegra er að félagið leyfi honum að vera áfram í Sunderland að þróa leik sinn þar.

„Ég held að Man Utd virði það að hann er á virkilega góðum stað í augnablikinu," segir Speakman.

Miklar vonir eru bundnar við Diallo, sem er tvítugur að aldri, fyrir framtíðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner