Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 06. janúar 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mínútuþögn fyrir æfingu hjá Chelsea
Gianluca Vialli.
Gianluca Vialli.
Mynd: Getty Images
Það var haldin mínútuþögn áður en æfing hófst hjá Chelsea fyrr í dag. Þetta var gert til minningar um ítölsku goðsögnina Gianluca Vialli sem er núna fallinn frá.

Vialli var hvað helst þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea þar sem hann var bæði sem leikmaður og þjálfari. Um tíma var hann meira að segja spilandi þjálfari.

Vialli háði mikla og langa baráttu við krabbamein í brisi en hann þurfti að hætta að starfa fyrir ítalska fótboltasambandið í desember síðastliðnum út af heilsufarsástæðum. Hann starfaði sem einn af aðstoðarmönnum Roberto Mancini, landsliðsþjálfara.

Vialli spilaði sem leikmaður með Cremonese, Sampdoria og Juventus á Ítalíu. Þá lauk hann ferlinum með Chelsea.

Vialli var fyrst greindur með krabbamein árið 2017 og svo aftur árið 2021, stuttu eftir að Ítalía fór með sigur af hólmi á Evrópumótinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner