Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 06. janúar 2023 15:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk verður allavega frá í meira en mánuð
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Hann var auðvitað spurður út í miðvörðinn Virgil van Dijk sem meiddist gegn Brentford fyrr í þessari viku.

Meiðslin eru verri en búist var við í fyrstu. Klopp sagði á fundinum að það væri allavega ljóst að hann yrði frá í meira en mánuð.

Hinn 31 árs gamli Van Dijk er algjör lykilmaður hjá Liverpool og hefur spilað í öllum deilarleikjum liðsins á tímabilinu.

„Þetta er mikið áfall. Það kom okkur á óvart hversu alvarleg meiðslin eru," sagði Klopp við fréttamenn í dag.

Joel Matip, Ibrahima Konate, Joe Gomez og Nathaniel Phillips eru möguleikar fyrir Klopp í stöðu miðvarðar.

Klopp greindi jafnframt frá því á fundinum að fyrirliðinn Jordan Henderson væri aftur klár í slaginn eftir að hafa jafnað sig á heilahristingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner