Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. febrúar 2020 10:09
Magnús Már Einarsson
Chelsea og Man Utd berjast um Sancho og Dembele
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag og með alls konar áhugaverðar kjaftasögur.



Eric Abidal, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, hefur gefið í skyn að félagið gæti reynt að fá Pierre-Emerick Aubameyang (30) frá Arsenal. (Mirror)

Forráðamenn Manchester City telja sig vera í bílstjórasætinu ef Lionel Messi (32) ákveður að fara frá Barcelona í sumar. (Manchester Evening News)

Barcelona og Real Madrid hafa blandað sér í baráttuna um Jack Grealish (24) miðjumann Aston Villa. Manchester United er með Grealish á óskalista sinn. (Sun)

Wolves reiknar með að fá stór tilboð í Adama Traore (24) næsta sumar. (Telegraph)

Chelsea og Manchester United ætla að berjast um Jadon Sancho (19) kantmann Borussia Dortmund í sumar. (Sun)

Chelsea og United ætla líka að berjast um Moussa Dembele (23) framherja Lyon. (Mirror)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill fá tvo nýja miðjumenn og varnarmann næsta sumar. Hann vill ganga frá kaupunum fyrir EM í sumar. (Mail)

Vonir Liverpool og Manchester United að fá Kai Havertz (20) frá Bayer Leverkusen gætu ráðist á því hvort Bayern Munchen kaupi lánsmanninn Philippe Coutinho (27) eða reyni að kaupa Havertz. (Mirror)

Umboðsmaðuir Jorginho (28) miðjumaður Chelsea spáir því að leikmaðurinn fái tilboð í sumar. (Mail)

Andriy Yarmolenko (30) á erfiða baráttu framundan við að komast aftur í liðið hjá West Ham eftir meiðsli. David Moyes vill spila yngri leikmönnum. (Standard)

Cengiz Under (22) kantmaður Roma er á óskalista Tottenham. Hann ætlar þó ekki að fara til félagsins nema það komist í Meistaradeildina. (Mail)

Leroy Sane (24) kantmaður Manchester City, hefur skipt um umboðsmann en hann gæti verið á leið til Bayern Munchen í sumar. (Telegraph)

Real Betis vill fá markvörðinn Adrian (33) frá Liverpool í sumar. (Mail)

Crystal Palace ætlar að gefa Roy Hodgson loforð um að hann fái nýja leikmenn í sumar. (Standard)

Palace ætlar að reyna að fá Fyodor Chalov (21) framherja CSKA Moskvu í sínar raðir. (Star)

Manchester City og Manchester United vilja bæði fá Jude Bellingham (16) miðjumann Birmingham. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner