Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 06. febrúar 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
David Wagner fékk galið rautt spjald - Reyndi að hjálpa
Mynd: Getty Images
David Wagner, stjóri Schalke, fékk á þriðjudaginn að líta rauða spjaldið. Hann fær rauða spjaldið fyrir það að reyna aðstoða leikmann andstæðinganna við það að komast á fætur.

Jordan Torunarigha, varnarmaður Herthu Berlin, var að tækla leikmann Schalke við hliðarlínuna. Hann rann út af vellinum og rakst í Wagner. Wagner reyndi svo að aðstoða Jordan á fætur.

Jordan var ekkert í allt of góðu skapi þá stundina eins og má sjá í myndbandinu hér að neðan. Hann fékk að líta sitt seinna gula spjald og fór því í sturtu.

VAR skoðaði þetta atvik og eftir skoðun fékk Wagner einnig reisupassann. Það kom ekki að sök fyrir Schalke því liðið sigraði leikinn 3-2 eftir framlengdan leik.


Athugasemdir
banner
banner