banner
   fim 06. febrúar 2020 09:46
Magnús Már Einarsson
Elías gleymdi að skila skattframtali í Svíþjóð - Sleppur við skuld
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Getty Images
Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar Más Ómarssonar framherja Excelsior, segir að fréttir um skattaskuld hans í Svíþjóð byggist á misskilningi.

Íslendingavaktin sagði frá því í dag að Elías skuldi fimm milljónir íslenkra króna í skatt í Svíþjóð og vísaði í frétt Göteborgs-Tidningen.

Ólafur segir að Elías hafi ekki áttað sig á því að hann ætti að skila inn skattframtali í Svíþjóð í fyrra og því hafi skuldin orðið til. Leikmaðurinn muni nú leiðrétta þetta og sleppa við skuldina.

„Hann flutti lögheimili til Hollands í janúar árið 2019 og hefði átt að skila skattaframtali í Svíþjóð líka fyrir síðasta ár. Hann er að skila framtalinu núna og þá fellur skuldin niður," sagði Ólafur umboðsmaður Elíasar við Fótbolta.net í dag.

Elías spilaði með IFK Gautaborg 2017 og 2018 áður en hann gekk í raðir Excelsior í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner