Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 06. febrúar 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Erfitt að skilja ítalska dómara
Paulo Fonseca.
Paulo Fonseca.
Mynd: Getty Images
Paulo Fonseca, þjálfari Roma, segir að óstöðugleiki einkenni dómgæslu í ítalska boltanum.

Hann segir að dómararnir „séu ekki á sömu blaðsíðu" og „erfitt sé að skilja þá".

Hann segir að áherslur dómarana séu mjög misjafnar en hann er ekki sá fyrsti í ítalska boltanum sem kemur með gagnrýni í þessa átt.

„Ég horfi á ansi marga leiki á Ítalíu og dómararnir eru aldrei á sömu línu, þetta er of mismunandi," segir Fonseca.

Roma er án sigurs í síðustu þremur leikjum og er sem stendur í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner