fim 06. febrúar 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juventus stórtækir á markaðnum - Pogba möguleiki
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus stefna á það að gera önnur stórkaup næsta sumar.

Félagið fékk til sín Cristiano Ronaldo sumarið 2018 og varnarmanninn Matthijs de Ligt síðasta sumar. Félagið stefnir á að gera önnur kaup í þeim dúr næsta sumar, en þetta segir David Amoyal, fjölmiðlamaður, á Twitter og vitnar hann í hinn áreiðanlega Fabrizio Romano.

Romano segir að líklegt sé að Juventus reyni að bæta við sig á miðjunni eða í sókninni. Hann nefnir Paul Pogba, miðjumann Manchester United.

Pogba er búinn að vera mikið meiddur á tímabilinu. Hann hefur aðeins komið við sögu í sjö úrvalsdeildarleikjum á þessari leiktíð á Englandi.

Mikið hefur verið um sögusagnir að hann vilji fara frá Man Utd. Hann lék með Juventus áður en hann gekk aftur í raðir Manchester United árið 2016.


Athugasemdir
banner
banner
banner