Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 06. febrúar 2020 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City telur sig eiga möguleika á Messi
Messi er handhafi Ballon d'Or.
Messi er handhafi Ballon d'Or.
Mynd: Getty Images
Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari þó félagið muni ekki halda þeim titli mikið lengur.
Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari þó félagið muni ekki halda þeim titli mikið lengur.
Mynd: Getty Images
Heimildarmenn hafa sagt við The Athletic að Manchester City telji sig eiga einhverja möguleika á því að fá Lionel Messi frá Barcelona næsta sumar.

Man City hefur verið að bíða eftir tækifæri að fá Messi í meira en áratug og þetta verður eflaust síðasta tilraun.

Í fréttinni segir að City hafi komist nálægt því að fá Messi árið 2016, átt engan möguleika þegar hann skrifaði undir nýjan samning við Barcelona árið eftir, en félaginu dreymir nú aftur.

Messi, sem er einn besti fótboltamaður sögunnar, hefur leikið með Barcelona allan sinn feril. Hann vann með Pep Guardiola, núverandi stjóra Man City, hjá Barcelona frá 2008 til 2012. Unnu þeir Meistaradeildina tvisvar, ásamt öðrum titlum.

Messi hringdi í Guardiola fyrir 2016/17 tímabilið, fyrsta tímabil Guardiola hjá Man City, til þess að láta hann vita að hann vildi vinna aftur með honum.

Guardiola, sem rennur út á samningi hjá City á næsta ári, er sagður á báðum áttum með hugmyndina um að fá Messi. Guardiola er goðsögn hjá Barcelona, bæði sem leikmaður og knattspyrnustjóri. Hann hefur ávallt talað um að Messi eigi að leika út ferilinn með stórveldinu frá Katalóníu. En gæti hann virkilega hafnað því að fá þennan ótrúlega leikmann?

Messi er 32 ára og samningsbundinn í Katalóníu til 2021. En samkvæmt heimildum The Athletic þá er hann með möguleika í samningi sínum að fara á frjálsri sölu næsta sumar ef hann vill. Og hann gæti verið tilbúinn að gera það.

Líklegast er að Messi verði áfram í Barcelona, en Man City sér tækifæri á hendi.

Messi, sem verður 33 ára í júní, er sagður ósáttur og reiður með frammistöðu liðsins á vellinum og félagsins utan vallar. Hann er ekki viss um að Barcelona verði á þeim stað sem hann vill að félagið sé á síðustu árum ferils hans.

Messi á leik og er City að bíða.

Sjá einnig:
Viðurkennir að hafa óvart boðið 70 milljónir punda í Messi


Athugasemdir
banner
banner
banner