Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. febrúar 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Njósnari Wolfsburg þóttist vera blaðamaður og fylgdist með Malmö
Arnór Ingvi Traustason er leikmaður Malmö.
Arnór Ingvi Traustason er leikmaður Malmö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wolfsburg mætir Malmö í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í þessum mánuði. Í sænska Kvällposten var sagt frá því að njósnari Wolfsburg, Martin Raschick, hefði mætt á æfingu Malmö og njósnað um andstæðingana.

Martin mætti á æfingu Malmö á Marbella á Spáni og sagðist vera blaðamaður við fulltrúa samskiptadeildar Malmö.

Kvällposten hefur hins vegar grafið upp að Martin ynni við að fylgjast með leikmönnum fyrir Malmö.

Jon Dahl Tomasson, þjálfari Malmö, kvaðst ekki hafa áhyggjur af veru Martins á svæðinu en fannst þó ekki sniðugt af honum að hafa vilt á sér heimildir.

„Það er ekki gott ef hann villti á sér heimildir. Svona er þetta stundum í boltanum. Menn gera það sem þeir geta til að ná sér í upplýsingar," sagði hinn íslensk ættaði Jon Dahl.

„Hann hefði allt eins getað setið heima hjá sér. Hann hefur varla séð eitthvað sem skiptir máli."
Athugasemdir
banner
banner