fim 06. febrúar 2020 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Onana lítur hýru auga til Chelsea
Andre Onana.
Andre Onana.
Mynd: Getty Images
Kepa Arrizabalaga var á bekknum hjá Chelsea um síðustu helgi.
Kepa Arrizabalaga var á bekknum hjá Chelsea um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images
Nizaar Kinsella, blaðamaður Goal, segir að Andre Onana sé spenntur fyrir því að fara til Chelsea.

Sagan segir að Chelsea muni fá inn nýjan markvörð næsta sumar. Kepa Arrizabalaga, dýrasti markvörður sögunnar, gæti mögulega hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið að því er kemur fram í spænskum fjölmiðlum.

Kepa, sem er 25 ára Spánverji, var bekkjaður í 2-2 jafnteflinu gegn Leicester síðasta laugardag og hinn 38 ára Willy Caballero stóð í markinu.

Kepa var keyptur til Chelsea á 71 milljón punda frá Athletic Bilbao sumarið 2018, en samkvæmt tölfræði sem var opinberuð í síðasta mánuði er hann með slökustu hlutfallsmarkvörslu í ensku úrvalsdeildinni.

Kinsella segir frá því að Chelsea byrjað að skoða mögulega markverði fyrir næsta tímabil, en ekki sé búið að taka ákvörðun með Kepa. Frank Lampard, stjóri Chelsea, muni ræða Christophe Lollicon, yfirmann markvarðamála hjá Chelsea, og Petr Cech, ráðgjafa félagsins, áður en ákvörðun verður tekin.

Onana á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Ajax í Hollandi og vill hann fara þegar þetta tímabil er búið.

Hann er spenntur fyrir ensku úrvalsdeildinni og horfir núna til Chelsea út vandræðum í stöðu markvarðar þar.

Hinn 23 ára gamli Onana kom upp í gegnum La Masia, akademíu Barcelona, og hefur hann verið orðaður við Börsunga. Þýski markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen, einn besti markvörður í heimi, er þó þar fyrir.

Nick Pope hjá Burnley og Mike Maignan hjá Lille í Frakklandi hafa einnig verið orðaðir við Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner