Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. febrúar 2021 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Elvis með tvennu - Guðlaugur Victor spilaði í grátlegu tapi
Köln vann flottan sigur.
Köln vann flottan sigur.
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Getty Images
Borussia M. 1 - 2 Koln
0-1 Elvis Rexhbecaj ('3 )
1-1 Florian Neuhaus ('16 )
1-2 Elvis Rexhbecaj ('55 )

Það voru óvænt úrslit í lokaleik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni þegar Köln vann útisigur á Borussia Mönchengladbach.

Albaninn Elvis Rexhbecaj kom Köln yfir eftir þrjár mínútur en forystan entist ekki mjög lengi þar sem Florian Neuhaus jafnaði metin á 16. mínútu.

Staðan var 1-1 í hálfleik en eftir tíu mínútur í síðari hálfleik skoraði Rexhbecaj sitt annað mark, það sem reyndist vera sigurmarkið.

Gladbach náði ekki að svara þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn í leiknum. Köln er í 14. sæti með 21 stig, Gladbach er í sjöunda sæti en hefði með sigri í dag getað farið upp að hlið Bayer Leverkusen í fjórða sæti deildarinnar.

Önnur úrslit:
Þýskaland: Óvænt tap Dortmund - Auðvelt hjá Leipzig

Victor spilaði í dramatísku tapi
Miðjumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Darmstadt og spilaði allan leikinn þegar liðið tapaði á dramatískan hátt gegn Nürnberg í þýsku B-deildinni.

Darmstadt jafnaði metin í 1-1 á 90. mínútu en Nürnberg tryggði sér sigurinn með sjálfsmarki hjá leikmanni Darmstadt tveimur mínútum síðar. Darmstadt er í 13. sæti B-deildarinnar í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner