Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. febrúar 2021 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ward-Prowse einu marki frá því að jafna met í aukaspyrnumörkum
Ward-Prowse var ekki mikið að fagna marki sínu í dag.
Ward-Prowse var ekki mikið að fagna marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn James Ward-Prowse er búinn að sanna sig sem einn allra besti spyrnumaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð.

Hann skoraði beint úr aukaspyrnu þegar Southampton tapaði fyrir Newcastle í deildinni í dag.

Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni en þau birtust upprunalega á vef Morgunblaðsins.

Ward-Prowse á möguleika á því að skrifa sig á spjöld sögunnar í ensku úrvalsdeildinni. Hann er á þessu tímabili núna búinn að skora beint úr fjórum aukaspyrnum. Hann er einu aukaspyrnumarki frá því að jafna David Beckham og Laurent Robert sem tókst að skora úr fimm á einni leiktíð. Það er metið.

Southampton á eftir að spila 16 deildarleiki á tímabilinu og það er því nægur tími fyrir miðjumanninn að jafna og bæta þetta met.



Athugasemdir
banner
banner