mán 06. febrúar 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barst aldrei tilboð í Guendouzi
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Franska félagið Marseille þurfti ekki að selja lykilmann af miðjunni sinni í janúar þrátt fyrir áhuga frá Aston Villa.


Unai Emery hefur miklar mætur á Matteo Guendouzi eftir að hafa þjálfað hann hjá Arsenal og er sagður vilja fá hann til sín í Aston Villa. Marseille vill ekki missa miðjumanninn frá sér en talið er að hann sé afar spenntur fyrir að snúa aftur í enska boltann.

Guendouzi, sem verður 24 ára í apríl, býr yfir mikilli reynslu og á meðal annars 7 A-landsleiki að baki fyrir Frakkland.

„Okkur barst ekkert tilboð í Matteo Guendouzi í janúar, hvorki frá Aston Villa né neinu öðru félagi," sagði Pablo Longoria, forseti Marseille.

Hann var einnig spurður út í hægri bakvörðinn Jonathan Clauss, sem Atletico reyndi að fá í sínar raðir í janúar og Manchester United vildi í fyrra. Longoria viðurkenndi að það hefðu verið viðræður við Atletico en þær siglt í strand.

Talið er að ástæðan fyrir því sé einföld, Marseille hafi engan áhuga á að lána lykilleikmann á borð við Clauss frá sér.

Atletico krækti í Matt Doherty á frjálsri sölu í staðinn.

Marseille keypti Clauss frá Lens síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner