Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. mars 2018 17:15
Elvar Geir Magnússon
Eigendur PSG eiga þann draum að fá Zidane
Nasser Al-Khelaifi.
Nasser Al-Khelaifi.
Mynd: Getty Images
Franska stórfélagið Paris Saint-Germain er í eigu fjárfestahóps frá Katar en forseti félagsins er Nasser Al-Khelaifi.

Spænskir fjölmiðlar segja að eigendur PSG eigi sér þann draum að Zinedine Zidane, núverandi þjálfari Real Madrid, þjálfi þeirra menn einn daginn.

PSG og Real Madrid mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Real leiðir 3-1 eftir fyrri leikinn.

Staða Unai Emery, þjálfara PSG, er sögð mjög ótraust og þá sérstaklega ef hann nær ekki að koma liðinu lengra í Meistaradeildinni.

Þá hefur framtíð Zidane einnig verið í umræðunni vegna vonbrigða í La Liga á þessu tímabili. Undir hans stjórn hefur Real unnið Meistaradeildina tvö síðustu ár.
Athugasemdir
banner
banner