þri 06. mars 2018 22:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erum tilbúnir fyrir hvaða andstæðing sem er"
Henderson í leiknum í kvöld.
Henderson í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, ræddi við fjölmiðla eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Porto í kvöld. Úrslitin þýða það að Liverpool verður á meðal liða í 8-liða úrslitunum í Meistaradeildinni fyrsta sinn frá árinu 2009.

„Það mikilvægasta er að við erum komnir áfram. Við reyndum að vinna en Porto spilaði vel," segir Henderson.

Aðspurður að því hvort hann vilji mæta ensku liði í 8-liða úrslitunum sagði Henderson: „Það skiptir ekki máli."

„Öll liðin á þessu stigi keppninnar eru mjög góð. Við erum tilbúnir fyrir hvaða andstæðing sem er."

„Við viljum leggja hart að okkur og afreka stóra hluti. Viðhorfið hjá strákunum í kvöld var stórkostlegt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner