Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 06. mars 2018 13:59
Elvar Geir Magnússon
Guardiola verður með gulu slaufuna á morgun
Pep Guardiola með slaufuna gulu.
Pep Guardiola með slaufuna gulu.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest að hann muni vera með hina umtöluðu gulu slaufu á hliðarlínunni á morgun þegar City mætir Basel í Meistaradeildinni.

UEFA bannar ekki slaufuna en hún er til að lýsa yfir stuðningi við stjórnmálamenn sem sitja í fangelsi á Spáni vegna sjálfstæðisbaráttu Katalóna.

Guardiola hefur borið gulu slaufuna á leikjum í ensku úrvalsdeildinni en er hættur því eftir að hafa fengið ákæru frá enska knattspyrnusambandinu. Englendingar banna stjórum að bera eitthvað sem talist getur sem pólitískur áróður.

Guardiola svaraði ekki ákæru enska knattspyrnusambandsins og segist ætla að halda áfram að bera slaufuna utan vallar og á leikjum í Meistaradeildinni þar sem slaufan er ekki bönnuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner