þri 06. mars 2018 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Héldu kosningu þar sem í ljós kom að 88% vilja Wenger burt
Mynd: Getty Images
Stuðningsmannahópur Arsenal (Arsenal Supporters Trust) hittist í gær á árlegum fundi í Lundúnum.

Gengi Arsenal hefur verið arfaslakt að undanförnu og stuðningsmenn ræddu það auðvitað.

Yfir 1000 mans eru í stuðningsmannahópnum en upp var borin spurning fyrir hvern og einn sem mætti á fundinn. Spurningin var einföld, 'á Arsene Wenger að halda áfram með Arsenal?'

Úrslitin voru athyglisverð þar sem 88% þeirra af þeim rúmlega 450 sem kusu, vilja sjá Wenger hætta eftir tímabilið. Sjö prósent vilja að hann verði áfram og fimm prósent skiluðu auðu.

„Við getum ekki haldið áfram svona," sagði talsmaður stuðningsmannahópsins við Sky Sports.

Arsenal tapaði 2-1 fyrir nýliðum Brighton um helgina.

Sjá einnig:
Gæti lið Arsenal litið svona út á næsta tímabili?
Athugasemdir
banner
banner
banner