Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. mars 2018 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Ekki mest spennandi leikur í heimi
Mynd: Getty Images
„Við sinntum okkar vinnu og það var það sem við þurftum að gera í kvöld," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir markalaust jafntefli gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld.

Liverpool er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn frá árinu 2009 eftir þessi úrslit, en liðið vann fyrri leikinn 5-0.

„Þetta var ekki mest spennandi leikur í heimi en við stjórnuðum honum, fengum færi, héldum hreinu og gáfum nokkrum strákum nokkrar mínútur," sagði Klopp.

„Ég er nokkuð viss um að það sé sjaldgæft að eiga svona leiki á þessu stigi keppninnar."

Jordan Henderson sagði eftir leikinn að viðhorfið hjá leikmönnum Liverpool hefði verið stórkostlegt. Klopp tók undir það.

„Auðvitað viljum við vinna báða leikina og þegar þú horfir á leikinn í kvöld þá hefði ég getað beðið um meira en strákarnir stóðu sig vel og þetta er allt í góðu. Viðhorfið var til fyrirmyndar."

Góðar líkur eru á því að Liverpool mæti ensku liði í 8-liða úrslitunum en Klopp er sama um það.

„Mér er sama ef ég á að segja satt. Við tökum hvaða lið sem er. Við erum ekki með neinn óskamótherja."

Það er stórleikur framundan um helgina gegn Manchester United. Eru allir klárir fyrir þann leik.

„Jordan Henderson meiddist á síðustu mínútunum en það ætti að vera allt í góðu. Það er allt í lagi með alla aðra. Engin vandamál."
Athugasemdir
banner
banner
banner