Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. mars 2018 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Real kláraði verkefnið - Fyrstu 8-liða úrslit Liverpool í níu ár
Ronaldo fagnar marki sínu.
Ronaldo fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Það var rólegt á Anfield á þessu Meistaradeildarkvöldi.
Það var rólegt á Anfield á þessu Meistaradeildarkvöldi.
Mynd: Getty Images
Real Madrid kláraði Paris Saint-Germain á meðan rólegt var hjá Liverpool og Porto í Meistaradeildinni í kvöld. Real Madrid og Liverpool eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar 2018 og urðu fyrstu liðin til að gera það í kvöld.

Liverpool vann fyrri leik sinn gegn Porto í Portúgal 5-0 og byrjaði með leikmenn eins og Mohamed Salah og Virgil van Dijk á bekknum.

Porto hvíldi líka marga leikmenn en liðið ætlaði sér ekki að steinliggja aftur eins og í fyrri leiknum.

Gestunum tókst ætlunarverk sitt þar sem leikurinn endaði í markalausu jafntefli. Sadio Mane komst nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum og þá átti Porto aðeins eitt skot á rammann. Leikurinn var heilt yfir mjög rólegur.

Liverpool er þar með komið í 8-liða úrslitin í fyrsta sinn í níu ár! Með þeim í 8-liða úrslitin úr hinu einvígi kvöldsins fer Real Madrid.

Real Madrid var í góðri stöðu fyrir seinni leik sinn gegn Paris Saint-Germain eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. Það skemmdi ekki fyrir Madrídingum að Neymar, dýrasti knattspyrnumaður sögunnar, gat ekki spilað með PSG í kvöld vegna meiðsla.

Cristiano Ronaldo kom Real yfir á 51. mínútu og fylgdi þar með í fótspor Ruud van Nistelrooy.

Edinson Cavani jafnaði fyrir 10 leikmenn PSG 20 mínútum síðar, stuttu eftir að Marco Verratti hafði látið reka sig út af. Brasilíumaðurinn Casemiro tryggði sigur Real á 80. mínútu, 2-1.

Real Madrid vinnur einvígið samanlagt 5-2. Gengi PSG í Meistaradeildinni hefur ekki verið gott síðustu ár eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Miklir peningir voru lagðir í Parísarliðið fyrir tímabilið og árangurinn því gífurleg vonbrigði.

Liverpool 0 - 0 Porto

Paris Saint Germain 1 - 2 Real Madrid
0-1 Cristiano Ronaldo ('51 )
1-1 Edinson Cavani ('71 )
1-2 Casemiro ('80 )
Rautt spjald: Marco Verratti, Paris Saint Germain ('67)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner