banner
   þri 06. mars 2018 16:38
Elvar Geir Magnússon
Möguleiki á að Ítalía setji VAR í hvíld
Myndbandsdómarar að störfum. Ekki trufla.
Myndbandsdómarar að störfum. Ekki trufla.
Mynd: Getty Images
Marcello Nicchi, yfirmaður dómaramála á Ítalíu, segist ekki vita hvort myndbandsdómaratæknin (VAR) verði notuð í A-deildinni á næsta tímabili.

VAR hefur hlotið misjafnar undirtektir á sínu fyrsta tímabili á Ítalíu og margir á því að setja þurfi skýrari línur um notkunina og fínpússa ýmislegt.

VAR hefur nýst vel varðandi ýmsar stórar ákvarðanir en einnig skapað rugling og tafir. Áhorfendur á vellinum hafa oft átt í erfiðleikum með að átta sig á því hvað er í gangi.

„Ég veit ekki hvort VAR verði í ítölsku A-deildinni á næsta tímabili. Það þarf að skoða það. Ég tel þó meiri líkur en minni," segir Marcello Nicchi.

„Eftir tímabilið þá verðum við að fara ítarlega yfir þetta og þá fáum við betri yfirsýn yfir hvað við getum bætt."
Athugasemdir
banner
banner