Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. mars 2018 19:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Njósnarinn Andersson benti Trelleborg á Óttar Magnús
Óttar Magnús Karlsson er farinn á láni til Trelleborg.
Óttar Magnús Karlsson er farinn á láni til Trelleborg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er kominn til sænska liðsins Trelleborg á láni frá Molde í Noregi. En hvernig endaði hann þar, sænska blaðið Expressen vekur athygli á því.

Roland Andersson, góður vinur Lars Lagerback, fékk símhringingu frá Patrick Winqvist, þjálfara Trelleborg, sem sárvantaði sóknarmann.

Andersson, sem hefur starfað sem njósnari íslenska landsliðsins og mun gera það á HM í sumar, benti honum þá á Óttar Magnús sem hefur fá tækifæri fengið hjá Molde.

„Roland þekkir íslenskan fótbolta mjög vel. Hann hefur séð leikmanninn og komist að ýmsu fyrir okkur. Núna erum við vissir um að við höfum tekið rétta ákvörðun," sagði Winqvist sem þekkir Andersson eftir að þeir voru báðir saman hjá Malmö.

Trelleborg komst upp í sænsku úrvalsdeildina í fyrra. Liðið endaði í 3. sæti í sænsku B-deildinni og vann síðan Jönköpings Sodra í umspili í leikjum um sæti í úrvalsdeildinni.

Óttar, sem er 21 árs, hefur skorað eitt mark í fimm A-landsleikjum á ferlinum sem og eitt mark í níu leikjum með U21 árs landsliðinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner