Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 06. mars 2018 19:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oxford vildi ekki Campbell og ræðir nú við Kluivert
Patrick Kluivert.
Patrick Kluivert.
Mynd: Getty Images
Það vakti athygli í síðasta mánuði þegar Sol Campbell, fyrrum varnarmaður Arsenal, Tottenham og enska landsliðsins, brást reiður við höfnun frá enska félaginu Oxford United. Campbell sóttist eftir því að gerast knattspyrnustjóri félagsins en fékk höfnun.

Brást Campbell brjálaður við, sagði hann:

„Ég er nógu klár fyrir þetta starf. Ég bara skil ekki sumt fólk, ég er einn af þeim gáfuðustu innan knattspyrnuheimsins og það er verið að sóa hæfileikum mínum í ekkert."

„Kannski var mér hafnað útaf reynsluleysi, en það er vítahringur. Hvernig fæ ég reynsluna ef enginn ræður mig vegna reynsluleysis?"

Oxford hefur verið án stjóra frá 22. febrúar en auk Campbell hefur Craig Bellamy einnig verið nefndur í tengslum við starfið.

Nú segja hins vegar nýjustu fréttir að félagið vilji ráða Patrick Kluivert í starfið. Hinn 41 árs gamli Kluivert sem lék með liðum eins og Ajax, Barcelona og Newcastle á ferli sínum hefur verið án starf síðan í júní síðastliðnum þegar hann hætti hjá Paris Saint-Germain þar sem var í starfi sem yfirmaður knattspyrnumála.

Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins og þjálfað landsliðs Curacao.

Daily Mail segir nú að Kluivert sé í viðræðum við Oxford, sem er í C-deild Englands. Nýr eigandi Oxford, Sumrith Thanakarnjanasuth, er mjög spenntur fyrir því að fá Kluivert til starfa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner