banner
   þri 06. mars 2018 22:00
Hafliði Breiðfjörð
Svona var hann 2002
Nýr HM búningur Íslands kynntur 15. mars klukkan 15:15
Mynd: Errea/Ýmir
Við teljum niður í nýja landsliðsbúninginn, en nú eru 10 dagar þangað til Errea og KSÍ afhjúpa búninginn sem landslið Íslands mun spila í á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Nýi búningurinn verður kynntur formlega fimmtudaginn 15. mars klukkan 15:15.

Næstu daga ætlar Fótbolti.net, í samstarfi við Errea að rifja upp hvernig gömlu landsliðsbúningarnir litu út, eða allt frá árinu 2002, en þá spilaði landsliðið í fyrsta skipti í búningi frá Errea.

Við byrjum því á búningnum frá 2002-2003 en þá spilaði Ísland í klakabúningnum fræga sem sjá má á myndinni hér til hliðar.

Leikjahæstir í undankeppni EM
Árni Gautur Arason (8)
Eiður Smári Guðjohnsen (8)
Arnar Þór Viðarsson (8)
Rúnar Kristinsson (7)
Helgi Sigurðsson (7)
Hermann Hreiðarsson (7)
Athugasemdir
banner
banner
banner