Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. mars 2018 16:00
Fótbolti.net
Godsamskipti
Böddi löpp eftir að hafa leikið sinn fyrsta leik fyrir Jagiellonia Bialystok í Póllandi.
Böddi löpp eftir að hafa leikið sinn fyrsta leik fyrir Jagiellonia Bialystok í Póllandi.
Mynd: Instagram
Mynd: Getty Images
Hér má sjá brot af umræðunni á samskiptamiðlinum Twitter í boði Vodafone. Með því að fylgja Fótbolta.net á Twitter færðu fréttaveitu þar sem inn rúlla nýjustu fréttirnar úr boltanum.

Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir boltaumræðuna á Twitter. Heimasvæði Fótbolta.net á Twitter er á @Fotboltinet.



Victor Ingi Olsen, starfsmaður Stjörnunnar:
Mér finnst það segja mikið um áhuga KSÍ á boltanum hér innanlands að þrátt fyrir umræðuna að undanförnu að ekki er að finna eina frétt á heimasíðu KSÍ um heimsókn Norsk Toppfotball til landsins. Þá var fyrirlesturinn heldur ekki tekinn upp þó ÍTF hafi sérstaklega óskað eftir því.

Sama má segja um Facebook síðu sambandsins en síðan á miðvikudag sýnist mér búið að setja inn 20 "pósta" sem tengjast landsliðunun. Þegar staðan er þessi þegar stelpurnar spila æfingaleiki í Portúgal, hvernig verður þetta þegar strákarnir fara á HM?

Heiðar Sumarliðason, leikskáld:
Varðandi stækkun Laugardalsvallar, erum við ekki að taka Esjunni sem sjálfsögðum hlut? Þessi fagra fjallasýn er stórkostlegt baktjald sem væri algjör synd að byrgja. Bara pæling. #fotboltinet

Mikael Marinó Rivera, stuðningsmaður Real Madrid:
Það að Neymar sé ekki með gegn Real Madrid í kvöld vekur upp sömu tilfinninguna frá unglingsárunum þegar skólafanturinn mætti ekki í eftirlitslausu unglingapartýin #fotboltinet #halamadrid

Halldór Marteinsson, raududjoflarnir.is:
Fullt af krediti á þetta Crystal Palace lið. Gáfu allt allan leikinn, ólíkt mínum mönnum sem tóku bara almennilega á því síðasta hálftímann. Áttu meira skilið úr þessum leik. Og alltaf jafn öfundsverð stemning á þessum velli. Vona að þeir nái að halda sér uppi #fótboltinet

Tryggvi Páll Tryggvason, raududjoflarnir.is:
Eitt af því sem maður hefur saknað mest frá því að Ferguson hætti eru þessir sigrar. Ágætis veganesti í næsta leik.

Hörður Snævar Jónsson, 433.is:
Ferguson frammistaða gegn Sevilla á Spáni og tvær Ferguson endurkomur í röð hjá Bikaróða Portúgalanum. Er sá sérstaki að setja saman meistaralið?

Rósmundur Magnússon, stuðningsmaður Liverpool:
Er virkilega enn til fólk sem heldur í blindni sinni að Pogba sé nálægt getu Steven Gerrard þegar hann var á sama aldri?? #fotboltinet

Heiðar Ingi Helgason, stuðningsmaður Man Utd:
Sanchez lítur út eins og hann sé á sinni fyrstu æfingu með bolta eftir árs fjarveru vegna meiðsla.. #fotboltinet


Athugasemdir
banner