Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. mars 2018 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Virtu ekki mínútu þögn fyrir Astori
Davide Astori lést aðfaranótt sunnudags.
Davide Astori lést aðfaranótt sunnudags.
Mynd: Getty Images
Mínútu þögn var haldin fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni eftir þær hræðilegu fréttir að Davide Astori, varnarmaður og fyrirliði Fiorentina, hefði andast í svefni aðfaranótt sunnudags.

Astori var aðeins 31 árs gamall.

Hans hefur verið minnst víða og planið var að gera það í Meistaradeildinni í kvöld með mínútu þögn.

Þessi mínútu þögn gekk ekki sérlega vel upp, bæði á Anfield þar sem Liverpool og Porto mættust og á Parc des Princes þar sem PSG fékk Evrópumeistara Real Madrid í heimsókn.

Hópur stuðningsmanna Porto lét í sér heyra á meðan mínútu þögnin var og voru þeir harðlega gagnrýndir fyrir. Einnig heyrðust hróp og köll á meðan þögnin átti að vera í París.

Afskaplega dapur hegðun.







Athugasemdir
banner
banner