Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. mars 2020 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Bayern og Dortmund berjast um Meunier
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýsku risarnir Bayern München og Borussia Dortmund keppast um að fá belgíska varnarmanninn Thomas Meunier í sumar en þetta kemur fram í þýsku miðlum í dag.

Meunier, sem er 28 ára gamall hægri bakvörður, er á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi en hann á yfir 120 leiki fyrir franska félagið.

Hann verður samningslaus í sumar og er því frjálst að ræða við önnur félög en tvö stærstu félög Þýskalands vilja fá hann.

Bayern og Dortmund hafa mikinn áhuga á að fá hann en Bayern vantar öflugan hægri bakvörð í ljósi þess að Joshua Kimmich er farinn að spila meira á miðsvæðinu.

Dortmund þarf að finna sér nýjan hægri bakvörð í sumar en Achraf Hakimi hefur leyst stöðuna. Hann er á láni frá Real Madrid og ljóst að hann verður ekki áfram í Þýskalandi.

Meunier hefur áður verið orðaður við Arsenal og Manchester United en þýsku liðin leiða hins vegar baráttunni um belgíska landsliðsmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner