Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 06. mars 2020 10:30
Elvar Geir Magnússon
Eric Dier óttaðist um öryggi bróður síns
Það voru læti í stúkunni.
Það voru læti í stúkunni.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Eric Dier klifraði upp í stúku á heimavelli Tottenham því hann óttaðist um öryggi bróður síns. Dier er tilbúinn að taka afleiðingum gjörða sinna eftir að hafa komið fjölskyldumeðlimi til varnar.

Þetta segir heimildarmaður Mirror sem sagðir er náinn enska landsliðsmanninum. Enska knattspyrnusambandið er að skoða atvikið.

Eftir tap Tottenham gegn Norwich í bikarleik í vikunni rauk Dier upp í stúku þegar hann sá að bróðir sinn, hinn 22 ára Patrick, var í útistöðum við ókunnugan mann.

„Hann taldi sig þurfa að skerast í leikinn og veit að hann á von á refsingu," segir heimildarmaðurinn.

Dier fór yfir auglýsingaskilti og tíu sætaraðir til að komast að bróður sínum og manninum. Það urðu þó engin líkamleg átök áður en Dier var leiddur burt af öryggisvörðum.

Sjá einnig:
Mourinho ver Dier og fer yfir það sem gerðist
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner