Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. mars 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Frændi Naby Keita lést í rútuslysi
Naby Keita.
Naby Keita.
Mynd: Getty Images
Almamy Keita, frændi Naby Keita leikmanns Liverpool, var einn af níu leikmönnum Etoile de Guinee í Gíneu sem létu lífið í rútuslysi þar í landi í gær.

Lið Etoile de Guinee spilar í næstefstu deild í Gíneu en níu leikmenn liðsins létu lífið í slysinu í gær. 19 aðrir slösuðust í slysinu og 17 af þeim slösuðust alvarlega.

Keita, sem er að undirbúa sig fyrir leik Liverpool og Bournemouth á morgun, tjáði sig á Instagram í dag.

„Ég er í áfalli, ég er leiður og hjarta mitt er brotið eftir þessi skelfilegu tíðindi," sagði Keita á Instagram.

„Ég sendi dýpstu samúðarkveðjur til fjölskylda fórnarlambanna sem og allrar íþróttafjölskyldunnar í Gíneu. Hvílið í friði strákar."
Athugasemdir
banner
banner