Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. mars 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Barcelona reiðir eftir gagnrýni aðstoðarþjálfarans
Eder Sarabia.
Eder Sarabia.
Mynd: Getty Images
Quique Setien, þjálfari Barcelona, hefur beðið leikmenn liðsins afsökunar á hegðun aðstoðarþjálfarans Eder Sarabia í 2-0 tapinu gegn Real Madrid um síðustu helgi.

Spænskir sjónvarpsþættir eru duglegir að nota hjálp varalesara til að skoða hvað menn segja í leikjum. Í sjónvarpsþættinum Vamos var því uppljóstrað að Sarabia hefði látið leikmenn ítrekað heyra það á hliðarlínunni en hann talaði meðal annars illa um Antoine Griezmann eftir að hann klikkaði á góðu færi í leiknum.

Þetta fór ekki vel í leikmenn Barcelona og Setien hefur nú beðist afsökunar á hegðun Sarabia.

„Við biðjum alla afsökunar, við getum ekki hagað okkur svona. Við viljum ekki sjá svona hluti. Við höfum gert mistök og við ættum að reyna að koma í veg fyrir að svona gerist aftur," sagði Setien.

„Þessi staða hefur haft mikil áhrif á mig því ég hef áhyggjur af ímynd félagsins. Við þurfum að passa upp á ímyndina því að við getum verið gagnrýndir fyrir skiptingar, taktík og fleira en ekki fyrir hegðun okkar."

„Við verðum að skilja hvernig fólki líður á ákveðnum augnablikum, við erum ekki öll eins. Eder hefur margt fram að færa og hann hefur hjálpað okkur stórkostlega í mörgum aðstæðum. En hann þarf að hafa stjórn á sjálfum sér. Hann er að reyna að gera það. Hann er að reyna að bæta sig því við höfum lent í svona aðstæðum áður."

„Það er frekar vandræðalegt að þetta hafi orðið að frétt og að þetta hafi vakið svona mikla athygli,"
sagði Setien.
Athugasemdir
banner
banner
banner