Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. mars 2020 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: FH lagði Grindavík - Góður sigur KR á Aftureldingu
Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö fyrir FH
Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö fyrir FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fjórum leikjum var að ljúka í A-deild Lengjubikars karla en FH vann Grindavík 2-1 á meðan KR lagði Aftureldingu á Varmávelli 3-1. Þá vann Vestri öflugan 1-0 sigur á Fjölni.

KR skoraði þrjú mörk er liðið vann Aftureldingu 3-1. KR er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á meðan Afturelding hefur aðeins náð í eitt stig.

Björn Daníel Sverrisson skoraði bæði mörk FH sem vann Grindavík 2-1 í riðli 3. FH hefur unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli á meðan Grindvíkingar hafa aðeins náð í eitt stig í riðlinum.

Þróttur lagði Gróttu 2-1 í sama riðli. Þetta var fyrsti sigur Þróttara sem eru með 3 stig en Grótta er sæti ofar með 5 stig.

Vestri vann Fjölni 1-0 í riðli 4 en Viktor Júlíusson gerði eina mark leiksins á 42. mínútu. Bæði lið eru með 6 stig en Fjölnir hefur leikið fjóra leiki á meðan Vestri hefur aðeins spilað þrjá.

Úrslit og markaskorarar:

Afturelding 1 - 3 KR
0-1 Óskar Örn Hauksson
0-2 Sjálfsmark
0-3 Pablo Punyed
1-3 Eyþór Wöhler

FH 2 - 1 Grindavík
0-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('51 )
1-1 Björn Daníel Sverrisson ('52 )
2-1 Björn Daníel Sverrison ('58 )

Þróttur R. 2 - 1 Grótta

Fjölnir 0 - 1 Vestri
0-1 Viktor Júlíusson ('42 )

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner