Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. mars 2020 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Tokic skoraði fjögur gegn Reyni S.
Hrvoje Tokic skoraði fjögur mörk fyrir Selfyssinga
Hrvoje Tokic skoraði fjögur mörk fyrir Selfyssinga
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fimm síðustu leikjum dagsins í Lengjubikar karla er lokið en Selfoss kjöldró Reyni Sandgerði 6-0 í B-deildinni á meðan Haukar og Þróttur V. gerðu 2-2 jafntefli.

Hrvoje Tokic skoraði fjögur mörk er Selfoss vann Reyni með sex mörkum gegn engu. Tokic skoraði fyrstu mörk liðsins áður en Valdimar Jóhannsson og Þór Lorens Þórðarson bættu við tveimur mörkum.

Tokic gerði tvö mörk til viðbótar á tíu mínútna kafla og þar við sat en Selfyssingar eru með fullt hús stiga í riðli 3 í B-deildinni á meðan Reynir er án stiga í neðsta sætinu.

Haukar og Þróttur V. gerðu þá 2-2 jafntefli í riðli 2. Andri Jónasson kom Haukum yfir áður en Sigurjón Már Markússon jafnaði. Oliver Helgi Gíslason kom Þrótturum yfir á 70. mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði Andrew James Pew metin. Lokatölur 2-2 og bæði lið með 4 stig eftir þrjá leiki.

Völsungur og Höttur/Huginn gerðu þá 1-1 jafntefli í riðli 4 á meðan KÁ vann Hörð 3-1 í C-deildinni.

Úrslit og markaskorarar:

Selfoss 6 - 0 Reynir S.
1-0 Hrvoje Tokic ('12 )
2-0 Hrvoje Tokic ('29 )
3-0 Valdimar Jóhannsson ('31 )
4-0 Þór Llorens Þórðarson ('40 )
5-0 Hrvoje Tokic ('63 )
6-0 Hrvoje Tokic ('73 )

Haukar 2 - 2 Þróttur V.
0-1 Andri Jónasson ('29 )
1-1 Sigurjón Már Markússon ('55 )
2-1 Oliver Helgi Gíslason ('70 )
2-2 Andrew James Pew ('75 )

Völsungur 1 - 1 Höttur/Huginn
0-1 Eiríkur Þór Bjarkason ('59 )
1-1 Ólafur Jóhann Steingrímsson ('79 )

KÁ 3 - 1 Hörður Í.
Athugasemdir
banner
banner
banner