Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. mars 2020 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Markvörður Man Utd í sex leikja bann fyrir að bíta mótherja
Kieran O'Hara spilar ekki með Burton í næstu leikjum
Kieran O'Hara spilar ekki með Burton í næstu leikjum
Mynd: Getty Images
Kieran O'Hara, markvörður Burton Albion í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í sex leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að bíta mótherja í 1-1 jafnteflinu gegn Peterborough síðustu helgi.

O'Hara er 23 ára gamall en hann er á láni hjá Burton frá Manchester United.

Hann hefur verið á mála hjá United frá árinu 2012 en á þó enn eftir að spila keppnisleik fyrir félagið.

O'Hara hefur nú verið dæmdur í sex leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að bíta Sam Szmodics, leikmann Peterborough, í leik liðanna í síðustu helgi.

Atvikið átti sér stað á 44. mínútu leiksins en O'Hara neitaði. Ofan á sex leikja bannið fékk hann 2500 punda sekt.
Athugasemdir
banner
banner
banner