Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. mars 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Minamino veit að hann þarf að bæta frammistöðuna
Takumi Minamino.
Takumi Minamino.
Mynd: Getty Images
Takumi Minamino segir að hans frammistaða þurfi að verða betri ef hann ætlar að endast hjá Liverpool. Hann viðurkennir að það hafi reynst sér erfitt að aðlagast á Anfield.

Minamino kom til Liverpool frá Salzburg í janúarglugganum en þessi japanski sóknarleikmaður hefur spilað sex leiki fyrir enska liðið.

„Á þessum þremur mánuðum eru þættir sem ég er nokkuð ánægður með. En persónulega vildi ég hafa skilað meiru, lagt meira fram í mörkum og stoðsendingum. Ég er mjög hungraður í það," segir Minamino.

„Ég veit ekki hversu mikið ég á eftir ólært. En mér finnst ég skilja leikfræði Klopp betur á hverjum degi. Ég þarf að öðlast traust liðsfélaga og stuðningsmanna."

„Ég er enn að læra en það er erfitt að sýna þolinmæði. Ég geri mitt besta á hverjum degi. Ég hef ekki fengið mörg tækifæri en þegar stjórinn þarf á mér að halda þá þarf ég að standast væntingar."
Athugasemdir
banner
banner
banner