fös 06. mars 2020 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Glæsileg aukaspyrna Parejo
Daniel Parejo
Daniel Parejo
Mynd: Getty Images
Daniel Parejo skoraði eina mark Valencia í 1-1 jafnteflinu gegn Alaves í spænsku deildinni í kvöld en hann er með næst flest aukaspyrnumörk síðustu sex árin á Spáni.

Spænski miðjumaðurinn er lykilmaður hjá Valencia en hann skoraði stórglæsilegt mark gegn Alaves í kvöld.

Hann skoraði beint úr aukaspyrnu en boltinn fór yfir vegginn og í samskeytin.

Þetta var ellefta aukaspyrnumark hans frá 2014 en hann er með næst flest mörk á eftir Lionel Messi (24).

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að sjá markið


Athugasemdir
banner
banner
banner