fös 06. mars 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Segir að Pogba hindri framþróun Man Utd
Pogba er sífellt í umræðunni.
Pogba er sífellt í umræðunni.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand hefur kallað eftir því að Manchester United bindi enda á óvissuna í kringum framtíð Paul Pogba hjá félaginu.

Pogba hefur verið að glíma við ýmis meiðsli á tímabilinu og aðeins spilað átta leiki. Hann er stöðugt orðaður við Juventus, sitt fyrrum félag, og Real Madrid.

Ferdinand segir að sífelldar umræður um Pogba séu að hindra framþróun United.

„Vill hann fara eða vill hann vera áfram? Vill Ole galda honum? Þegar þetta er komið á hreint er hægt að byggja liðið upp," segir Ferdinand.

Ferdinand telur að United sé á réttri leið undir Ole Gunnar Solskjær en framþróunin sé þó hæg.

Sjá einnig:
Pogba æfir aftur með liðinu í næstu viku
Athugasemdir
banner
banner
banner