fös 06. mars 2020 15:10
Magnús Már Einarsson
Solskjær vonast eftir rosalegum leik - Vill sjá 4-3
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vonast eftir rosalegum leik gegn Manchester City þegar nágrannarnir mætast í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford síðdegis á sunnudag.

Manchester City kemur til leiks eftir sigur í enska deildabikarnum og sigur á Real Madrid í Meistaradeildinni í þarsíðustu viku.

„Þeir eru með sjálfstraust. Þeir eru komnir í gang og eru að spila vel. Þeir er nýkomnir af Bernabeu þar sem þeir unnu og þeir unnu bikarúrslitaleik líka," sagði Solskjær.

„Ég er viss um að þeir muni spila sinn leik og við munum spila okkar leik. Vonandi verður þetta góður leikur."

„Vonandi verður þetta 4-3 eins og við höfum séð áður. Það hafa verið margir sögulegir leikir hjá þessum liðum. Við munum gera það sem við getum til að gera þennan sögulegan."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner