Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 06. mars 2020 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Aukaspyrnumark Parejo var ekki nóg til að ná í sigur
Daniel Parejo skoraði glæsilegt mark
Daniel Parejo skoraði glæsilegt mark
Mynd: Getty Images
Alaves 1 - 1 Valencia
0-1 Daniel Parejo ('34 )
1-1 Edgar Mendez ('73 )

Alaves og Valencia gerðu 1-1 jafntefli í spænsku deildinni í kvöld en Daniel Parejo skoraði gullfallegt mark fyrir gestina.

Parejo kom Valencia yfir á 34. mínútu með frábæru marki úr aukaspyrnu. Hann lyfti boltanum yfir vegginn og í vinstra hornið og gestirnir komnir með forystu.

Edgar Mendez jafnaði metin fyrir Alaves á 73. mínútu. Alaves hefur verið duglegt við að safna stigum á leiktíðinni en liðið er í ellefta sæti með 32 stig á meðan Valencia er með 42 stig í 7. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner