Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. apríl 2019 11:59
Ívan Guðjón Baldursson
Berglind Björg: Veit ekki alveg hvað gerðist eftir leikhlé
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið hafði betur gegn því Suður-kóreska í æfingaleik í morgun. Ísland komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en heimamenn jöfnuðu eftir leikhlé.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði bæði mörk Íslands fyrir leikhlé og skoraði Rakel Hönnudóttir sigurmarkið undir lok leiksins.

„Við fórum með ákveðið 'gameplan' inn í leikinn og það virkaði mjög vel. Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en ég veit ekki alveg hvað gerðist fyrstu 20 mínúturnar eftir leikhlé," sagði Berglind.

Liðin mætast aftur eldsnemma á þriðjudaginn og er markmiðið að sigra þann leik líka.

„Það verður mjög erfiður leikur en við höldum áfram að gera okkar og vonandi tekst okkur að vinna þann leik líka."

Berglind Björg hefur ávalt verið mikil markamaskína með félagsliðum sínum en hefur reynst gífurlega erfitt að skora í landsliðsverkefnum. Hún átti erfitt með að leyna kátínu sinni með mörkin í morgun og þakkaði liðsfélögunum fyrir aðstoðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner