Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. apríl 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Schmeichel: Liverpool á ekki að fá titilinn ef tímabilið er ekki klárað
Mynd: Getty Images
Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United og einn af bestu markvörðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, telur að Liverpool eigi ekki að fá afhentan úrvalsdeildartitilinn ef tímabilið verður ekki klárað.

Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stiga forystu á Manchester City, sem á leik til góða, þegar níu umferðir eru eftir af tímabilinu.

Liverpool var því svo gott sem búið að vinna sinn fyrsta úrvalsdeildartitil frá stofnun deildarinnar en nú gæti farið svo að tímabilinu verði aflýst og enginn krýndur meistari.

„Það er ekki hægt að neita því að Liverpool á skilið að vinna titilinn, hvað eru þeir með 25 stiga forystu?" sagði Schmeichel.

„Það væri virkilega sorglegt fyrir félagið en þú verður að klára tímabilið til að vinna titilinn. Þú verður að vinna titilinn til að geta sagt að þú hafir unnið hann.

„Í Belgíu gáfu þeir Club Brugge titilinn. Er það virkilega leiðin sem við viljum fara hérna? Ef ég væri Liverpool þá myndi ég ekki vilja þennan titil þrátt fyrir forystuna.

„Það getur allt gerst í fótbolta. Ég man þegar ég vann Evrópumótið 1992 með Danmörku. Við komumst ekki á mótið en fengum laust sæti útaf stríðinu í Júgóslavíu og stóðum uppi sem sigurvegarar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner