Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. apríl 2020 10:57
Elvar Geir Magnússon
Shaw vill að tímabilið verði dæmt ógilt ef ekki tekst að klára það
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, er á þeirri skoðun að aflýsa eigi tímabilinu og dæma það ógilt ef ekki tekst að klára það.

Þessi ummæli hans fara í taugarnar á mörgum stuðningsmönnum Liverpool en liðið er aðeins tveimur sigrum frá því að tryggja sér langþráðan Englandsmeistaratitil.

Keppni var frestað vegna kórónaveirufaraldursins.

„Ef við getum ekki haldið áfram þá verður að dæma tímabilið ógilt. Það á bara að aflýsa þessu tímabili og byrja aftur," segir Shaw.

Enska úrvalsdeildin vonast enn eftir því að geta klárað tímabilið og leitar allra leiða til að það takist. Fundað hefur verið með bresku ríkisstjórninni.

Shaw er ekki hrifinn af því að spila leiki fyrir luktum dyrum.

„Stuðningsmennirnir eru svo mikilvægir. Maður áttar sig enn betur á því núna. Ef þeir eru ekki til staðar og þú spilar ekki fyrir framan þá eru hlutirnir ekki réttir. Stuðningsmennirnir hjálpa liðinu," segir Shaw.
Athugasemdir
banner
banner
banner