Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. maí 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Drogba konungur stórleikjanna
Didier Drogba.
Didier Drogba.
Mynd: Getty Images
Vefsíðan Football365 setti saman topp tíu lista yfir konunga stórleikjanna, þá fótboltamenn sem finna sig best á stærsta sviðinu.

Á toppi listans er Didier Drogba, fyrrum leikmaður Chelsea, en á ferli sínum naut hann sín einstaklega vel í úrslitaleikjum. Eins og þessi samantekt sýnir vel:

2005 Úrslitaleikur deildabikarsins: Mark í framlengingu í 3-2 sigri gegn Liverpool
2007 Úrslitaleikur deildabikarsins: Bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Arsenal
2007 Úrslitaleikur FA bikarsins: Sigurmarkið í framlengingu gegn Manchester United
2009 Úrslitaleikur FA bikarsins: Jöfnunarmark í 2-1 sigurleik gegn Everton
2010 Úrslitaleikur FA bikarsins: Eina markið í 1-0 sigri gegn Portsmouth
2012 Úrslitaleikur FA bikarsins: Sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Liverpool
2012 Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar: Jöfnunarmark á 88. mínútu og svo sigurmark í vítaspyrnukeppni gegn Bayern München

Cristiano Ronaldo, sem er með ótrúlegt markahlutfall í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, kemur í öðru sæti.

TOPP TÍU:
1) Didier Drogba
2) Cristiano Ronaldo
3) Andres Iniesta
4) Peter Schmeichel
5) Sergio Ramos
6) Gerd Muller
7) Samuel Eto’o
8) Franco Baresi
9) Alfredo Di Stefano
10) John Robertson
Athugasemdir
banner
banner
banner