Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum varaforseti Real látinn eftir fjörutíu daga baráttu
Mynd: pinterest
Amador Suarez Villa, sem var varaforseti Real Madrid undir leiðsögn Ramon Calderon frá 2006 til 2009, er látinn.

Hann fékk kórónuveiruna og var á spítala í fjörutíu daga áður en hann lést.

Undir hans tíð í stjórn Real vann félagið spænsku deildina tvisvar sinnum.

Villa lést 76 ára gamall en fyrir sautján árum hlaut hann verðlaun fyrir að vera athafnamaður ársins í Huelva. Hann átti fiskvinnslufyrirtæki með bækistöðvar víða um heim.

Lorenzo Sanz, forseti Real frá 1995 til 2000, lést af völdum kórónuveirunnar í mars.
Athugasemdir
banner